Nemendaverðlaun skóla-og frístundaráðs afhent
Í gær voru nemendaverðlaun skóla-og frístundaráðs veitt við hátíðlega athöfn í Rimaskóla. Fulltrúi Austurbæjarskóla var Þór Ástþórsson og afhenti Skúli Helgason formaður skóla-og frístundaráðs verðlaunin. Við óskum Þór innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.
NánarStarfsdagur 16. maí 2022
Eins og fram kemur á skóladagatali er 16. maí starfsdagur og fellur þá öll kennsla niður. Kennsla hefst aftur skv. stundaská 17. maí.
NánarPáskaleyfi
Eftir daginn í dag hefst páskaleyfi nemenda. Nemendur mæta aftur í skóla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 20. apríl 2022. After today, the students’ Easter leave begins. Students return to school according to schedule on Wednesday, April 20, 2022.
NánarÞinghald í 10. bekk
Nemendur í 10. bekk hafa að undanförnu undirbúið þingmál og samið lagafrumvörp sem þeir lögðu svo fram í morgun á þingfundi. Níu mál voru á dagskrá og umræða um hvert mál mátti taka, í allra lengsta lagi, 5 til 8 mínútur, ekkert málþóf var leyft. Einungis ein umræða var um málin og greidd voru atkvæði…
Nánar9. bekkur á Dalvík
Loksins kom að því að 9. bekkur færi í skíðaferð til Dalvíkur eins og hefð hefur verið fyrir í 9. bekk hér í Austurbæjarskóla um árabil. Ferðin hefur gengið afskaplega vel. Eftir góða skíðakennslu eru allir komnir á skíði/bretti og njóta sín í fjallinu. Kvöldvakan í gær var einstaklega vel heppnuð, allir tóku þátt og…
NánarÚrslit í forkeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Stóra upplestrarkeppnin er einn af þessum föstu liðum í skólastarfinu sem við leggjum okkur fram um gera sem hátíðlegasta en markmið keppninnar er fyrst og fremst að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Í dag var keppt til úrsita um hvaða nemendur yrðu fulltrúar skólans í aðalkeppninni sem fer fram að viku…
NánarNemendur Austurbæjarskóla verðlaunaðir á Bessastöðum
Nemendur okkar tóku á dögunum þátt í smásagnakeppni á vegum Félags enskukennara og var þema keppninnar „Dear World“. Alls voru veitt þrenn verðlaun í flokki 8.-10. bekkja og komu tvenn þessara verðlauna í hlut nemenda í Austurbæjarskóla. Smásaga Auðar Örlygsdóttur 9. OT. The Last Man” hlaut 1. verðlaun og smásaga Völu Frostadóttur 9.RH „The Perspective“…
NánarÖskudagur 2. mars 2022. Skóli frá 8.20-12.00
Eins og fram kemur á skóladagatali er öskudagur skertur skóladagur. Nemendur mæta í skólann kl. 8.20 á morgun 2. mars og eru í skólanum til 12.00. Draumaland er opið frá 12.00 fyrir þau börn sem eru þar. Athugið að í dag öskudag hefur veðurstofan boðað gula veðurviðvörun (sjá frétt hér til hliðar)
NánarGUL VIÐVÖRUN, YELLOW WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 1 (POMARAŃCZOWY ALERT)
English and Polish below Gul veðurviðvörun er í gildi í dag miðvikudag (öskudag) 2. mars frá 06.00-12.00. Sjá upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Yellow warning has been issued today 2.Martch from 06.00-12.00. Futher information found here: https://en.vedur.is/alerts/area/rvk Pomarańczowe ostrzeżenie zostało wydane dzisiaj, w piątek 1. od 06.00-12.00. Więcej informacji można znaleźć tutaj: https://en.vedur.is/alerts/area/rvk Forsjáraðilar þurfa að…
Nánar