01 feb'21

Nemendastýrð foreldraviðtöl

Á morgun eru nemendastýrð foreldraviðtöl. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag heldur mæta á fjarfund með foreldum sínum og umsjónarkennara (auk túlks þar sem það á við). Í einhverjum tilfellum verður um símaviðtal að ræða í stað fjarfundar. Foreldrar eiga þegar að hafa bókað sig hjá viðkomandi umsjónarkennara. Í kjölfarið fá þeir svo…

Nánar
01 feb'21

Stelpur tefla

Þær Salka Björt,  Rakel Arna og Lea Carolina sem eru í 3. og 4. bekk stóðu sig vel á skákmóti sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir að hafa ekki reynslu af þátttöku á skákmótum náðu þær vinningi í flestum umferðum. Lentu þær í 13 sæti á mótinu.

Nánar
15 jan'21

8. bekkur í félagsfærni

Nemendur í 8. bekk sameinuðu útivist og félagsfærni í bekkjartíma í dag og ekki annað að sjá en nemendur hafi notið stundarinnar.

Nánar
03 jan'21

Skóli hefst að nýju 5. janúar 2021

Gleðilegt ár! Eins og fram kemur á skóladagatali hefst skólastarf nemenda að loknu jólaleyfi þann 5. janúar 2021. School starts again on January 5th. 2021

Nánar
27 nóv'20

Forvarnaverkefnið Vinátta í 1. bekk

Vinátta er forvarnaverkefni sem felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum.  Hugmyndafræðin sem byggir á nýjustu rannsóknum á einelti endurspeglast í eftirtöldum gildum: Umburðarlyndi: Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra…

Nánar
25 nóv'20

Gul veðurviðvörun

Von er á gulri veðurviðvörun á morgun, 26. nóvember, kl. 12:00 og gildir, eins og er, til kl. 5 aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember https://www.vedur.is/vidvaranir Við erum í góðu samstarfi við Almannavarnir og verðum í sambandi við ykkur ef þörf er á sérstakri aðgát vegna veðursins. https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/ https://www.facebook.com/Slokkvilidid/ Allar leiðbeiningar eru aðgengilegar á íslensku, ensku og…

Nánar
16 nóv'20

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu voru Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík afhent. Handhafar þeirra árið 2020 eru: Salka Björt Björnsdóttir 4. MR Unnur Efemía Ragnarsdóttir 7. HH Jóhann Ástráðsson 10. SJ Er verðlaunahöfum og fjölskyldum þeirra óskað innilega til hamingju með Íslenskuverðlaun unga fólksins.

Nánar
16 nóv'20

Dagur íslenskrar tungu

Í dag 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Voru fjölbreytt verkefni tengd móðurmálinu unnin af nemendum. Í þriðja bekk frumfluttu nemendur lag og texta eftir Kristínu Björgu Knútsdóttur umsjónarkennara í 3. bekk sem tileinkaður er skólanum á 90 ára afmæli hans. Við sama tækifæri afhenti Inga Lára Birgisdóttir verkefnastjóri læsis nemendum viðurkenningu…

Nánar
06 nóv'20

Starfsdagur 18. nóvember – Organizational day in Austurbæjarskóli November 18th.

Á fundi skólaráðs í morgun var samþykkt að starfsdagur sem vera átti skv. skóladagatali 11. nóvember nk. yrði frestað og verði þess í stað þann 18. nóvember. Hefur skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar þegar fallist á þessa breytingu. Organizational day will be in Austurbæjarskóli November 18th. – not November 11.th. as stated in the school calendar.

Nánar