08 mar'21

9. bekkur, samræmdum prófum frestað!

Rétt í þessu var skólanum að berast tilkynning þess efnis að samræmdum prófum í stærðfræði og ensku sem vera áttu á morgun (þriðjudag ) og miðvikudag verður frestað a.m.k. fram í næstu viku. Við munum senda nýjar dagsetningar á fyrirlögn könnunarprófa þegar þær liggja fyrir. Í bréfi frá Menntamálastofnunar segir m.a: „Menntamálastofnun ber ábyrgð á…

Nánar
04 mar'21

Starfsdagur

Föstudaginn 5. mars er starfsdagur í Austurbæjarskóla og þá eiga nemendur ekki að mæta í skólann.

Nánar
03 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin í Austurbæjarskóla

Undanfari Stóru upplestrarkeppninnar var í morgun hjá 7. bekk og kepptu 10 nemendur um að komast í hverfiskeppnina. Lesarar frá Austurbæjarskóla verða Alda Örvarsdóttir og Unnur Efemía Ragnarsdóttir. Varamaður er Kría Kemp. Óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Nánar
19 feb'21

Vetrarleyfi

Á mánudag og þriðjudag er vetrarleyfi í grunnskólum borgarinnar.  Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. febrúar.

Nánar
18 feb'21

Öskudagur á Reykjum

Að Reykjum er leikið lært og allir hafa gaman af.  Kvöldvaka á hverju kvöldi en í gær fóru krakkarnir í öskudagsbúninga (sem nóg var af fyrir alla) og kötturinn sleginn úr tunnunni.

Nánar
17 feb'21

Öskudagur – 7. bekkur að Reykjum

17. febrúar öskudag er skertur skóladagur og nemendur í skólanum frá 8.20-12.00. Kennt verður samkvæmt stundaskrá en með uppbroti þó. Búningum fagnað. Sparinesti heimilt. Á myndinni má sjá nemendur í 7. bekk en þeir dvelja þessa viku í Skólabúðunum að Reykjum.

Nánar
01 feb'21

Nemendastýrð foreldraviðtöl

Á morgun eru nemendastýrð foreldraviðtöl. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag heldur mæta á fjarfund með foreldum sínum og umsjónarkennara (auk túlks þar sem það á við). Í einhverjum tilfellum verður um símaviðtal að ræða í stað fjarfundar. Foreldrar eiga þegar að hafa bókað sig hjá viðkomandi umsjónarkennara. Í kjölfarið fá þeir svo…

Nánar
01 feb'21

Stelpur tefla

Þær Salka Björt,  Rakel Arna og Lea Carolina sem eru í 3. og 4. bekk stóðu sig vel á skákmóti sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir að hafa ekki reynslu af þátttöku á skákmótum náðu þær vinningi í flestum umferðum. Lentu þær í 13 sæti á mótinu.

Nánar