Gul veðurviðvörun
Von er á gulri veðurviðvörun á morgun, 26. nóvember, kl. 12:00 og gildir, eins og er, til kl. 5 aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember https://www.vedur.is/vidvaranir Við erum í góðu samstarfi við Almannavarnir og verðum í sambandi við ykkur ef þörf er á sérstakri aðgát vegna veðursins. https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/ https://www.facebook.com/Slokkvilidid/ Allar leiðbeiningar eru aðgengilegar á íslensku, ensku og…
NánarÍslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík
Í tilefni af Degi íslenskrar tungu voru Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík afhent. Handhafar þeirra árið 2020 eru: Salka Björt Björnsdóttir 4. MR Unnur Efemía Ragnarsdóttir 7. HH Jóhann Ástráðsson 10. SJ Er verðlaunahöfum og fjölskyldum þeirra óskað innilega til hamingju með Íslenskuverðlaun unga fólksins.
NánarDagur íslenskrar tungu
Í dag 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Voru fjölbreytt verkefni tengd móðurmálinu unnin af nemendum. Í þriðja bekk frumfluttu nemendur lag og texta eftir Kristínu Björgu Knútsdóttur umsjónarkennara í 3. bekk sem tileinkaður er skólanum á 90 ára afmæli hans. Við sama tækifæri afhenti Inga Lára Birgisdóttir verkefnastjóri læsis nemendum viðurkenningu…
NánarStarfsdagur 18. nóvember – Organizational day in Austurbæjarskóli November 18th.
Á fundi skólaráðs í morgun var samþykkt að starfsdagur sem vera átti skv. skóladagatali 11. nóvember nk. yrði frestað og verði þess í stað þann 18. nóvember. Hefur skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar þegar fallist á þessa breytingu. Organizational day will be in Austurbæjarskóli November 18th. – not November 11.th. as stated in the school calendar.
NánarSkipulagsdagur mánudag 2. nóvember/Organizational day Monday, November 2nd.
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en…
NánarVetrarleyfi frá 22.-27. október.
Vetrarleyfi hefst frá og með morgundeginum 22. október og hefst skólahald að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. október. Vegna Covid-19 og samkomubanns er hér bent á margvíslega afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra í haustfríinu. Sjá hér neðar rafræna samantekt um afþreyingu sem frístundamiðstöðvar, menningarstofnanir og aðrir bjóða…
NánarForeldraviðtöl 6. október
Eins og fram kemur á skóladagatali er foreldradagur þriðjudaginn 6. október. Fellur þá allt hefðbundið skólastarf niður en foreldrum er ætlað að eiga viðtal við kennara. Sakir hertra sóttvarna verða fundirnir ýmist í gegnum fjarfundabúnað eða símleiðis. Umsjónarkennarar munu upplýsa nánar um fyrirkomulag hvers bekkjar og hvenær opnað verður fyrir skráningu á Mentor.
NánarAfmælishátíð frestað
Á samþykktu skóladagatali Austurbæjarskóla 2020-2021 er gert ráð fyrir skertum skóladegi 19. september (sem er laugardagur). Til stóð að halda upp á 90 ára afmæli skólans þennan dag en ljóst er að sakir takmarkana á samkomum vegna farsóttar verður það ekki mögulegt. Skólaráð fundaði um málið sl. föstudag og var ákveðið að hátíðinni yrði frestað…
NánarNemendur í 8. í Skólabúðunum að Reykjum
Nemendur í 8. bekk hafa í þessari viku dvalið í Skólabúðunum að Reykjum. Stundaskrá þeirra hefur verið þétt og á kvöldin hafa nemendur komið fram á kvöldvökum og farið á kostum. Er von á hópnum heim um kl. 14.00 á morgun föstudag.
NánarSkólasetning 2020 mánudaginn 24. ágúst 2020
Við skólasetningu koma bekkirnir fyrst í bíósal skólans þar sem skólastjóri ávarpar þá. Að því loknu fara þeir í stofur með umsjónarkennurum. Því miður getum við af sóttvarnarástæðum ekki boðið foreldrum að vera viðstaddir skólasetningu að þessu sinni. Skólasetning er sem hér segir: Kl. 09.00 9. og 10. bekkur Kl. 09.30 8. bekkur Kl. 10.00 …
Nánar