25 mar'20

Heimanám

Sakir takmörkunar á skólastarfi vinna nemendur nú að fleiri heimaverkefnum en áður sem bæði eru sett fyrir af skóla og íþróttafélagi. Á myndinni má sjá nemendur í 6. bekk hella sér yfir heimanámið að loknum skertum skóladegi.

Nánar
16 mar'20

Skólastarf næstu daga

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum mun skóla-og frístundastarf fara fram með takmörkunum næstu fjórar vikur. Í Austurbæjarskóla verður skóladagur nemenda sem hér segir: 1.-4. bekkur 8.20-11.20 8.-10. bekkur 8.20-11.20 5.-7. bekkur 12.00-14.40 Skólinn verður opinn frá kl. 8.00 og verður opið inn í kennslustofur nemenda. Fylgi foreldrar börnum sínum í skólann eru þeir…

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur á mánudag

Íslenska: STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir.…

Nánar
11 mar'20

Viðburðum tengdum skólastarfinu frestað vegna COVID-19

Úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 12. mars kl. 14-16 hefur verið frestað. Grunnskólamóti sem vera átti nk. þriðjudag 17. mars hefur verið frestað. Árlegum Valsleikum sem vera áttu nk. miðvikudag 18. mars hefur verið frestað.

Nánar
09 mar'20

COVID-19

Sem kunnugt er hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra áréttar mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39194/Skilgreind-ahaettusvaedi—Defined-high-risk-areas sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur…

Nánar
06 mar'20

Vegna yfirvofandi verkfalls Sameykis

Sem kunnugt er hefur Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu boðað til ótímabundins verkfalls, sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg, frá og með mánudeginum 9. mars nk. Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum mun leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma. Fyrirhugað verkfall mun hafa mikil…

Nánar
03 mar'20

COVID-19

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem…

Nánar
26 feb'20

Vetrarleyfi

Eins og fram kemur á skóladagatali er vetrarleyfi í Austurbæjarkóla föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 3. mars 2020.

Nánar
13 feb'20

Aftakaveður á morgun – fólk hvatt til að halda sig heima – Red Weather Alert tomorrow – people should stay at homa

English below Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða…

Nánar