09 nóv'21

Starfsdagur 10. nóvember

Þann 10. nóvember er starfsdagur í Austurbæjarskóla og þá eiga nemendur ekki að mæta í skólann. Nemendur mæta aftur á fimmtudag samkvæmt stundaskrá.

Nánar
04 nóv'21

Austurbæjarskóli komst áfram í Skrekk!

Á þriðja og síðasta undankvöldi Skrekks í gærkvöldi komst Austurbæjarskóli áfram með atriðið: Í skugga ofbeldis. Mun hópurinn því keppa til úrslita mánudaginn 8. nóvember í Borgarleikhúsinu ásamt Árbæjarskóla, Laugalækjarskóla, Fellaskóla, Hagaskóla , Seljaskóla og Klettaskóla. Óskum við hópnum innilega til hamingju með frábæran árangur. Áfram Austó! https://www.ruv.is/ungruv/spila/skrekkur-2021/32514/9m2fhk  

Nánar
01 okt'21

Starfsdagur

Föstudaginn 1. október er starfsdagur í Austurbæjarskóla og þá eiga nemendur ekki að mæta í skólann.

Nánar
24 ágú'21

Skólinn settur utandyra

Austurbæjarskóli var af settur utandyra í gær og var það gert til að gæta sem best að sóttvörnum. Á myndinni má sjá nemendur í 9. bekk fylgjast með og bíða spennta eftir að fara inn í stofur. Skólanum hefur verið skipt upp í svæði og verður þess gætt að sætaskipan nemenda sé ávallt sú sama…

Nánar
11 ágú'21

Skólasetning 2021

Skólasetning nemenda er mánudaginn 23. ágúst í bíósal skólans. Því miður getum við af sóttvarnarástæðum ekki boðið foreldrum að vera viðstaddir skólasetningu að þessu sinni. Nemendur mæta sem hér segir: Kl. 08.30            10. bekkur Kl. 09:00:             9. bekkur Kl. 09:30              8. bekkur Kl. 10:00              6. og 7. bekkur…

Nánar
07 jún'21

Skólaslit 2021

Skólaslit nemenda í 1.-9. bekk verða fimmtudaginn 10. júní sem hér segir: bekkur kl. 8.30.  Stefnt er að því að hafa athöfnina á tröppum hægra megin í portinu (norður). bekkur kl. 9.00.  Stefnt er að því að hafa athöfnina á tröppum hægra megin í portinu (norður). bekkur kl. 9.30.  Stefnt er að því að hafa…

Nánar
02 jún'21

Strákar og hjúkrun

Á meðan stúlkur í 9. bekk sækja áfangann Stelpur og tækni eru strákarnir í verkefninu Strákar og hjúkrun. Stúlkur virðast síður skila sér í störf í tæknigeiranum og drengir síður í hjúkrun. Er markmiðið með þessu verkefni að auka áhuga stúlkna á tækni og drengja á hjúkrun. Myndin er tekin á námskeiði drengjanna hér í…

Nánar
19 maí'21

Skákmót Austurbæjarskóla 2021

Í morgun fór fram skákmót Austurbæjarskóla í 3. bekk. Er það afrakstur skákkennslu Lenku Ptacnikova. Úrslit urðu þau að í fyrsta sæti varð Kolbeinn Kjói, Hlynur Darri í öðru sæti og Egill í þriðja sæti. Fast á eftir Agli kom Helena Momoko.

Nánar
14 maí'21

Austó sigrar Siljuna 2021

Barnabókasetur Íslands  stendur árlega að myndbandskeppninni Siljunni í samstarfi við Borgarbókasafnið og er keppt í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Markmið keppninnar er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum. Þátttakendur búa til 2-3 mínútna myndband…

Nánar
10 maí'21

Austurbæjarskóli hlýtur Hvatningarverðlaun skóla-og frístundaráðs

Á hverju ári veitir skóla-og frístundaráð Reykjavíkur verðlaun fyrir nýbreytni-og þróunarverkefni í skóla-og frístundastarfi í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera til eftirbreytni. Í ár hlaut Austurbæjarskóli verðlaunin fyrir verkefnið „Plánetur og geimskutlur; vaxtarsproti samþættingar í kennslu“. Verkefnið, sem miðar að því að stuðla að jákvæðri námsmenningu og…

Nánar