12 jún'19

Skólasetning 22. ágúst 2019

Skólasetning Austurbæjarskóla er 22. ágúst 2019 sem hér segir: Kl. 09:00:             9. og 10. bekkur Kl. 09:30              8. bekkur Kl. 10:00              7. bekkur Kl. 10:30              6. bekkur Kl. 11:00              5. bekkur Kl. 11:30              4. bekkur Kl. 12:00              3. bekkur Kl. 12:30              2. bekkur Nemendur 1. bekkja verða boðaðir…

Nánar
11 jún'19

SKÓLASLIT OG NEMENDAVERÐLAUN

Á dögunum veitti skóla-og frístundaráð Crystal Mae Trinidad Villados nemendaverðlaun skóla-og frístundaráðs. Í umsögn um Crystal segir að Crystal sé góður námsmaður sem stundi skólann af samviskusemi. Hún hafi náð góðum tökum á íslensku, sé iðin og vinni öll verkefni sem fyrir hana eru lögð af mikilli þrautseigju og elju. Að mati kennara er Crystal…

Nánar
03 jún'19

VEL HEPPNUÐ VORHÁTÍÐ Í BLÍÐSKAPARVEÐRI

Árleg vorhátíð skólans var haldin í dag laugardag í blíðskaparveðri. Vorhátíðin er samstarfsverkefni nemenda, starfsmanna og foreldra en auk þeirra kom Frístundamiðstöðin 101 að hátíðinni. Hátíðin hófst á skrúðgöngu en að henni lokinni sungu nemendur í 1. og 2. bekk nokkur lög fyrir gesti. Að því loknu skoðuðu hátíðargestir verkefni nemenda sem voru til sýnis…

Nánar
15 maí'19

SKÓLAHEIMSÓKN LEIKSKÓLABARNA

Í dag, 14. maí, komu leikskólabörn úr leikskólanum Njálsborg í skólaheimsókn og voru hér við leik og störf frá 9.00-11.00. Á morgun koma krakkar frá Grænuborg.

Nánar
11 apr'19

Frá skólastarfi í 2. bekk

Fiskarnir eru unnir eftir leiðbeinandi námsmati og er farið skref fyrir skref í hvert atriði. Teikningunum fylgja þessi ummæli nemanda: „Einu sinni fór ég að vola ef mér fannst eitthvað takast illa og vildi bara gefast upp. Núna finnst mér barasta gaman að gera margar skissur þangað til mér finnst þetta orðið gott og ég…

Nánar
05 apr'19

STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR

Alls kepptu 7 skólar í úrslitakeppni Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða í Stóru upplestrarkeppninni sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. mars. Þau Jörundur Orrason og Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir kepptu fyrir hönd Austurbæjarskóla og stóðu þau sig bæði frábærlega. Myndin er tekin þegar beðið var eftir úrslitum, en þess má geta að hópur 7. bekkinga úr…

Nánar
03 jan'19

Jólaball

Þessi mynd er af einu af þremur jólaböllum Austurbæjarskóla. 10. bekkur var með 1. og 2. bekk á jólaballinu og skemmtu sér allir vel við jólagleði og söng.     

Nánar
14 des'18

ÞAKKLÆTI OG HRÓS TIL STARFSMANNA

Upp úr klukkan 8 í morgun, 14. desember, hófu foreldrar að streyma með börn sín í skólann, hvert og eitt með hjarta eða hlýja orðsendingu til kennara og annara starfsmanna sem þeir festu á vegg framan við kaffistofu starfsmanna. Smám saman fylltist veggurinn starfsmönnum til óvæntrar gleði og ánægju. Þökkum við foreldrafélaginu þetta frumkvæði og…

Nánar
12 des'18

JÓLASKEMMTUN Á JÓLAFÖSTU Í 2. BEKK

Í morgun hélt 2. bekkur jólaskemmtun á aðventu fyrir foreldra.  Stundin er samsamstarfsverkefni foreldra og skóla þar sem nemendur koma í bíósal og flytja jólalög sem umsjónarkennararnir Kristín Björg Knútsdóttir og Svanhildur Lilja Svansdóttir höfðu æft með þeim. Þorgerður Ása spilaði undir á gítar. Að loknu söngatriðinu buðu foreldrar upp á heitt kakó í skólastofunni. 

Nánar