Skip to content
15 maí'23

Sigurvegarar í fjármálalæsi á leið til Brussel

10. bekkur í Austó sigraði í Fjármálaleikunum 2023, keppni í fjármálalæsi og sendir tvo fulltrúa, Dag Thors og Kristján Odd Kristjánsson til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppninni sem haldin er í Brussel 16. maí.  Í íslensku keppninni tóku 1500 nemendur þátt frá 42 skólum . Þetta er í annað sinn sem Austurbæjarskóli sigrar…

Nánar
04 maí'23

Austurbæjarskóli tók þátt í skólahreysti

Austurbæjarskóli tók þátt í skólahreysti í dag og fyrir okkar hönd kepptu Arna Karítas, Clark Kent, Emil, Iðunn Ólöf, Sigrún Æsa og Starkaður. Hátt í 70 nemendur fóru og hvöttu þau til dáða og þrátt fyrir að við færum ekki heim með verðlaun þetta árið þá stóðu keppendur og hvatningsliðið sig afar vel og voru…

Nánar
31 mar'23

Páskafrí

Nú eru nemendur, kennararar og annað starfsfólk skólans farið í langþráð páskafrí. Við mætum öll aftur til baka í skólann þriðjudaginn 11. apríl. Skóli hefst þá samkvæmt stundaskrá kl. 8. 20.

Nánar
09 mar'23

9. bekkur í skíðaferð á Dalvík

Ferðin norður gekk vel, brekkurnar tóku fallega á móti Austó nemendum í gær, en eitthvað hefur ekki viðrað eins til skíðamennsku í dag. En ekki er öll von úti og er stefnt að því að ná nokkrum klukkustundum í fyrramálið áður en lagt verður af stað heim aftur. Mikið stuð og allir glaðir þrátt fyrir…

Nánar
09 mar'23

Stóra upplestrarkeppnin í Austurbæjarskóla

Í dag fór fram undankeppni í Stóru upplestrarkeppninni. Nemendur í 7. bekk lásu ljóð og sögu fyrir kennara, foreldra, starfsfólk og bekkjarsystkyni. Allir stóðu sig með miklum sóma og starf dómnefndar því ekki auðvelt. Hér má sjá þrjá efstu keppendur, Flóka, Rósku, Sól og Kristínu skólastjóra, ásamt dómnefndinni.

Nánar
08 mar'23

Spurningakeppni grunnskólanna

Í kvöld keppir Austurbæjarskóli við Árbæjarskóla og Hagaskóla í spurningakeppni grunnskólanna. Fulltrúar Austó eru þau Amelía Eldjárn 9.KF, Dagur Thors 10.ÚH, María Þórsdóttir 10.ÚH og Kristján Oddur Kristjánsson 10.ÚH (þjálfari). Skólinn sem sigrar í kvöld fer áfram í úrslitin í Ráðhúsi Reykjavíkur stuttu eftir páskafrí. Okkar fólk lauk keppni í 2. sæti og stóðu sig…

Nánar
03 mar'23

Starfsdagur föstudaginn 3. mars

Föstudaginn 3. mars er starfsdagur í Austurbæjarskóla og þá fá nemendur frí frá skóla. Nemendur eiga ekki að mæta í skólann fyrr en á mánudag 6. mars samkvæmt stundaskrá.

Nánar
22 feb'23

Öskudagur og vetrarfrí

Í dag er öskudagur og nemendur gera sér glaðan dag, hætta snemma og fara í vetrarfrí næstu tvo daga. Á mánudaginn 27. febrúar mætum við síðan aftur í skólann samkvæmt stundaskrá kl. 8.20.

Nánar
06 feb'23

Þriðjudagur 7. febrúar – appelsínugul viðvörun!

Appelsínugul viðvörun á morgun þriðjudag, eins og staðan er núna er hún þegar börn er á leið í skóla, eða að morgni milli 06:00 – 08:00, sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Hér eru leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi annarsvegar fyrir forráðamenn og starfsfólk skóla: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Nánar