14 jan'20

14. janúar – gul viðvörun

Enn er gul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu, og gildir hún til 02:00 þann 15. janúar. Það verður hvasst á svæðinu en hvassast norðantil. Sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir Búið að ryðja stíga nokkuð vel, þannig að börn eiga að geta komist á milli staða og komist heim í dag. Ekki er talin þörf á virkjun á…

Nánar
13 jan'20

13. janúar – Gul viðvörun

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá kl 16:00 í dag mánudag. Sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Viðvörunin er í gildi frá kl 16:00 og nær yfir þriðjudag líka. A yellow weather warning has been issued from 16:00 o’clock for the greater Reykjavík area today, Monday 13th.

Nánar
09 jan'20

9. janúar. Gul viðvörun

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára, í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudag 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík…

Nánar
08 jan'20

Veður 9. janúar 2020

Líkt og foreldrar hafa eflaust séð, er komin gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun, fimmtudag 9. janúar. Eins og spáin er þegar þetta er ritað, stendur hún stutt yfir eða milli 15:00 og 17:00. Hún er sökum hríðarveðurs, suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Komi til þess að við virkjum röskun á skólastarfi…

Nánar
07 jan'20

Gul viðvörun til hádegis 8. janúar 2020

Gul viðvörun er í gildi til klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag, og er því í gildi í fyrramálið þegar börn fara í skóla. Ekki er talin þörf á að virkja röskun á skólastarfi þegar þetta er ritað en foreldrar og forráðamenn hvattir til að fylgja börnum yngri en 12 ára í skólann.

Nánar
07 jan'20

Gul viðvörun í gildi frá kl. 15:00 í dag, þriðjudag 7. janúar 2020.

Eftirfarandi fyrirmæli koma frá almannavarnarnefnd höfðuborgarsvæðisins: „Undirstrikað er að þetta tekur gildi frá kl. 15 í dag og á við um börn yngri en 12 ára. Skólalok hjá nemendum í 1.-7. bekk eru í langflestum tilvikum fyrir kl. 14.30 og því ætti heimferð þeirra að vera með hefðbundnum hætti. Langflest börn í 1.-4. bekk taka…

Nánar
20 des'19

Áfram lestur

Lestrarþjálfun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Lestur eykur orðaforða og eflir lesskilning. Yndislestur foreldra og barna er mikilvægur, ekki síst þegar frídagar eru framundan. Ánægjulegar samverustundir barna og fullorðinna yfir bókum eru dýrmætar. Þegar skólasöfnin eru lokuð um hátíðir og á sumrin er um að gera að nýta sér almenningssöfn í leit að…

Nánar
10 des'19

Röskun á skólastarfi í dag þriðjudag 10. desember.

Vegna veðurs fara öll börn á grunnskólaaldri beint heim að loknu grunnskólastarfi. Frístundaheimilið Draumaland er lokað. Eru foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín að loknum skóladegi. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00. Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13:00 – 15:00 þegar sú appelsínugula tekur við.…

Nánar