10 des'19

Röskun á skólastarfi í dag þriðjudag 10. desember.

Vegna veðurs fara öll börn á grunnskólaaldri beint heim að loknu grunnskólastarfi. Frístundaheimilið Draumaland er lokað. Eru foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín að loknum skóladegi. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00. Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13:00 – 15:00 þegar sú appelsínugula tekur við.…

Nánar
27 nóv'19

Jólaföndur foreldrafélagsins verður laugardaginn 30. nóvember frá 11-13.

Stjórn foreldrafélagsins minnir á jólaföndrið sem verður á laugardaginn 30. nóvember frá 11.00 – 13.00 í skólanum. Þar mun vera boðið upp á eftirfarandi smiðjur: 4. bekkur stendur fyrir pappírsföndri, músastigar og jólahjörtu 5. bekkur sér um piparkökumálun 6. bekkur býður upp á glermálun – minnum á að taka með eigin krukku/glas/jólakúlu 7. bekkur verður með…

Nánar
07 nóv'19

Samstarf við leikskóla

Austurbæjarskóli hefur um árabil átt í góðu samstarfi við leikskóla hverfisins með ýmiskonar verkefnum og heimsóknum. Krummaverkefnið er eitt þeirra en þá semja grunnskólabörnin og leikskólabörnin ljóð sem síðan eru myndskreytt. Verkefninu lýkur svo með flutningi og samsöng þar sem leik- og grunnskólabörn hittast í Grænuborg og allir hafa eitthvað fram að færa.  Hér að…

Nánar
31 okt'19

Starfsdagur 6. nóvember 2019

Eins og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur 6. nóvember 2019 og fellur þá öll kennsla niður. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá 7. nóvember.    

Nánar
23 okt'19

Vetrarleyfi

Eins og fram kemur á skóladagatali þá er vetrarleyfi í Austurbæjarskóla á fimmtudag 24., föstudag 25. og mánudag 28. október. Nemendur mæta samkvæmt stundarskrá á þriðjudag 29. október. HAUSTFRI_2019_FINALISSIMO

Nánar
12 jún'19

Skólasetning 22. ágúst 2019

Skólasetning Austurbæjarskóla er 22. ágúst 2019 sem hér segir: Kl. 09:00:             9. og 10. bekkur Kl. 09:30              8. bekkur Kl. 10:00              7. bekkur Kl. 10:30              6. bekkur Kl. 11:00              5. bekkur Kl. 11:30              4. bekkur Kl. 12:00              3. bekkur Kl. 12:30              2. bekkur Nemendur 1. bekkja verða boðaðir…

Nánar
11 jún'19

SKÓLASLIT OG NEMENDAVERÐLAUN

Á dögunum veitti skóla-og frístundaráð Crystal Mae Trinidad Villados nemendaverðlaun skóla-og frístundaráðs. Í umsögn um Crystal segir að Crystal sé góður námsmaður sem stundi skólann af samviskusemi. Hún hafi náð góðum tökum á íslensku, sé iðin og vinni öll verkefni sem fyrir hana eru lögð af mikilli þrautseigju og elju. Að mati kennara er Crystal…

Nánar
03 jún'19

VEL HEPPNUÐ VORHÁTÍÐ Í BLÍÐSKAPARVEÐRI

Árleg vorhátíð skólans var haldin í dag laugardag í blíðskaparveðri. Vorhátíðin er samstarfsverkefni nemenda, starfsmanna og foreldra en auk þeirra kom Frístundamiðstöðin 101 að hátíðinni. Hátíðin hófst á skrúðgöngu en að henni lokinni sungu nemendur í 1. og 2. bekk nokkur lög fyrir gesti. Að því loknu skoðuðu hátíðargestir verkefni nemenda sem voru til sýnis…

Nánar
15 maí'19

SKÓLAHEIMSÓKN LEIKSKÓLABARNA

Í dag, 14. maí, komu leikskólabörn úr leikskólanum Njálsborg í skólaheimsókn og voru hér við leik og störf frá 9.00-11.00. Á morgun koma krakkar frá Grænuborg.

Nánar