04 jún'20

Í dag 4. júní  verða nemendur í 10. bekk útskrifaðir. Athöfnin fer venju samkvæmt fram í Hallgrímskirkju og hefst kl. 17.00 stundvíslega. Foreldrar (2-4) eru velkomnir með börnum sínum í útskriftina. Nemendur mæta prúðbúnir í kirkjuna ekki síðar en kl. 16.40.  Að útskriftarathöfn lokinni er boðið upp á kaffi í kringlunni fyrir ofan Spennistöð þar…

Nánar
28 maí'20

Gróðursetning

Nemendur í 4. bekk fóru, í gær miðvikudag, að Bolöldu við Vífilfell að gróðursetja tré ( birki, víði og reyni ). Þau þurftu að moka hrossaskít og bera á örfoka land. Hvert og eitt barnanna gróðursetti eitt tré. Reiturinn verður merktur Austurbæjarskóla.

Nánar
27 maí'20

Dagur sigurvegari

Austurbæjarskóli sigraði í gær Stóru upplestrarkeppnina fyrir Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar þegar Dagur Thors hreppti 1. sætið í keppninni með framúrskarandi flutningi texta og ljóða. Auk Dags keppti Ingibjörg Ellý Herbertsdóttir fyrir hönd skólans og stóð hún sig einnig frábærlega. Í hléi las Viðja Dís Rögnvaldsdóttir ljóð eftir Davíð Stefánsson. Óskum við Degi og Ingibjörgu…

Nánar
14 maí'20

Starfsdagur mánudag 18. maí 2020

Eins og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur þann 18. maí og fellur þá öll kennsla niður.  Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þann 19. maí. Myndin sýnir krummaverkefni sem nemendur í 1. bekk unnu undir stjórn og leiðsögn umsjónarkennara sina.

Nánar
08 maí'20

Skólastarf á tímum farsóttar

Hér má nálgast stutta skýrslu um skólastarf í Austurbæjarskóla á tímum farsóttar, Skólastarf í Austurbæjarskóla á tímum farsóttar

Nánar
29 apr'20

Skólastarf á yngsta stigi

Kennarar á yngsta stigi hafa verið duglegir að nýta góðviðrið undanfarna daga til útináms nemenda og hafa hóparnir fengist við ýmis viðfangsefni. Hér má sjá nemendur í Hljómskálagarði.

Nánar
22 apr'20

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.  Á myndinni má sjá nemendur í 1. bekk knúsa tré sem segja má að sé lýsandi fyrir þá tíma sem við nú lifum.

Nánar
02 apr'20

Kennsla hefst 14. apríl 2020

Páskafríið hefst frá og með mánudeginum 6. apríl,  Samkvæmt fyrirmælum frá skóla-og frístundasviði fellur starfsdagur sem vera átti þann 14. apríl niður. Nemendur eiga því að mæta aftur í skólann að loknu páskaleyfi þann 14. apríl.  Að loknu páskaleyfi verður skólahald áfram með takmörkunum en nánari upplýsingar um það koma síðar.

Nánar