Frá skólastarfi í 2. bekk

Fiskarnir eru unnir eftir leiðbeinandi námsmati og er farið skref fyrir skref í hvert atriði.

Teikningunum fylgja þessi ummæli nemanda:

„Einu sinni fór ég að vola ef mér fannst eitthvað takast illa og vildi bara gefast upp. Núna finnst mér barasta gaman að gera margar skissur þangað til mér finnst þetta orðið gott og ég get alltaf gert betur.“

Það fer ekki á milli mála að þessi nemandi hefur tileinkað sér hugarfar vaxtar.