Foreldraviðtöl 6. október

Eins og fram kemur á skóladagatali er foreldradagur þriðjudaginn 6. október. Fellur þá allt hefðbundið skólastarf niður en foreldrum er ætlað að eiga viðtal við kennara. Sakir hertra sóttvarna verða fundirnir ýmist í gegnum fjarfundabúnað eða  símleiðis. Umsjónarkennarar munu upplýsa nánar um fyrirkomulag hvers bekkjar og hvenær opnað verður fyrir skráningu á Mentor.