Skip to content

Árlega eru foreldrar boðaðir til haustfunda þar sem þeir fá kynningu á skólastarfi komandi skólaárs.

Gestir sem hafa hug á að kynna sér skólastarf í Austurbæjarskóla skulu snúa sér til skólastjórnenda.

Foreldrar sem eiga börn sem hafa stundað nám í skólanum og óska eftir að börn þeirra fái að koma í heimsókn í skólann skulu snúa sér til skólastjóra.

Forráðamenn nemenda eru að sjálfsögðu velkomnir í heimsókn í skólann á hefðbundnum skóladögum. Hins vegar er þess  vænst að haft sé samband við umsjónarkennara viðkomandi barna daginn áður.

Forráðamönnum og öðrum utanaðkomandi einstaklingum sem erindi eiga í skólann af ýmsum ástæðum, ber að gera vart við sig á skrifstofu skólans. Heimsóknir til nemenda á skólatíma eru háðar leyfi skólastjóra.

Þeim utanaðkomandi einstaklingum sem sitja kennslustundir ber að undirrita yfirlýsingu um trúnað og þagnarskyldu.