Upplýsingamiðlun
Starfsmönnum skóla er skylt að efla samstarf skóla og heimila, m.a. með því að miðla fræðslu um skólamál til foreldra og veita upplýsingar um starfið í skólanum. Mikilvægt er að virkja foreldra til samstarfs við skólann, ekki hvað síst foreldra nemenda af erlendum uppruna. Jákvæð samskipti við foreldra hafa afar mikla þýðingu fyrir öflugt skólastarf. Þess vegna gerir starfsfólk skólans sér sérstakt far um að hlusta á þarfir þeirra og virkja þá til góðra verka. Það stuðlar að betri skóla – skóla sem skarar fram úr.
Markmiðið er að hlúa að góðu upplýsingastreymi til foreldra. Skólinn leggur metnað sinn í að stuðla að góðri samvinnu við heimili nemenda á margvíslegum sviðum. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar starfar ráðgjafi foreldra og skóla. Ráðgjafinn veitir foreldrum og forráðamönnum nemenda upplýsingar og leiðsögn um samstarf og samskipti við skóla og beitir sér fyrir lausn ágreiningsefna sem upp kunna að koma. Hann styður skóla í þróun samstarfs við foreldra og forráðamenn um nám nemenda og veitir skólaráðum og foreldrafélögum stuðning í starfi.
Foreldraþing
Frá árinu 2017 hafa verið haldin árleg foreldraþing í skólanum. Eru niðurstöður þeirra m.a. hluti af innra mati skólans. Árið 2017 var helgað sameiginlegri stefnumótun skólans.
Á foreldraþingi 2018 var unnið með eitt af einkunnarorðum skólans: vellíðan. Niðurstöður eru hér að neðan:
Foreldraþing_Austó_2018_nóv_Samantekt