Skip to content

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag Austurbæjarskóla er vettvangur allra foreldra/forráðamanna til að hafa áhrif á umhverfi barna sinna og stuðla að góðu og farsælu samstarfi foreldra, starfsmanna skólans og barnanna. Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum. Fulltrúar foreldra eru í skólaráði og foreldrafélagi og bekkjarfulltrúar.

Foreldrafélagið hefur síðu á facebook sem sjá má hér

Lög og starfsreglur

Á heimasíðu foreldrafélagsins eru lög félagsins birt og vísast til þeirra.
Markmið félagsins eru að efla samstarf heimilis og skóla, koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólamál, efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn skólans, efla þekkingu foreldra á starfsemi skólans, styrkja menningar- og félagslíf innan skólans, koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við skólann, taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra. Foreldrafélag Austurbæjarskóla, FFAUST, heldur úti fésbókarsíðu sem vettvangi fyrir almenna umræðu um skólamál.

Lög félagsins eru eftirfarandi:

1.gr

Félagið heitir Foreldrafélag Austurbæjarskóla og eru félagar foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum.

2.gr.

Markmið félagsins er að:

  • efla samstarf heimilis og skóla,
  • koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólamál,
  • efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn skólans,
  • efla þekkingu foreldra á starfsemi skólans,
  • styrkja menningar- og félagslíf innan skólans,
  • koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við skólann,
  • taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra.

3.gr.

Starf félagsins byggist á samstarfi foreldra/forráðamanna, nemenda, kennara og stjórnenda skólans.

4.gr.

Fyrir hverja bekkjardeild skulu starfa að minnsta kosti tveir bekkjarfulltrúar úr hópi foreldra/forráðamanna sem valdir eru í upphafi skólaárs. Val fer fram á foreldrafundi í bekkjardeildum skólans í samstarfi við kennara bekkjarins. Bekkjarfulltrúar skulu hafa umsjón með félagsstarfi í þágu síns bekkjar í samráði við kennara og vera tengiliður foreldra/forráðamanna nemenda bekkjarins við kennara og foreldrafélagið. Stjórn félagsins boðar bekkjarfulltrúa til fundar tvisvar á ári, oftar ef þurfa þykir.

5.gr.

Stjórn félagsins er skipuð 5 foreldrum/forráðamönnum barna skólans og 2 varamönnum. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Í stjórn skal kjósa til tveggja ára í senn, 3 aðalmenn annað hvert ár en 2 aðalmenn hitt. Varamenn skulu kosnir til eins árs. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum. Stjórn skiptir með sér verkum og skal skipuð formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum.

6.gr.

Aðalfundur skal haldin að vori ár hvert. Stjórnin boðar til fundarins í samstarfi við skólaráð með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er aðeins löglegur ef löglega er til hans boðað. Í fundarboði skal kynna efni fundarins.

Verkefni aðalfundar:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Skýrsla stjórnar/skýrsla fulltrúa í skólaráði.
  • Breytingar á lögum og starfsreglum.
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  • Kosning stjórnar.
  • Kosning fulltrúa í skólaráð.
  • Önnur mál.

7.gr.

Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi, enda séu breytingartillögur kynntar í skriflegri fundarboðun með minnst sjö daga fyrirvara.

8.gr.

Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að skipa þær nefndir um afmörkuð viðfangsefni. Stjórnin setur nefndum verkáætlun í samráði við þær.

Samþykkt á aðalfundi 30. september 2009.

Markmið

Meginmarkmið samstarfs foreldra og starfsfólks Austurbæjarskóla er að tryggja hagsmuni og velferð nemenda og að þeir öðlist aukið öryggi við að finna gagnkvæmt traust og virðingu. Mikilvægt er að samræmi sé í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum eins og kostur er. Í skólanámskrá og samvinnu foreldra og skóla er fjallað um mikilvægi þess að foreldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir samstarfsaðilar.

Markmið foreldrasamstarfs

  • Að efla samstarf um skólastarfið
  • Að stuðla að góðum tengslum skóla og heimila
  • Að foreldrar séu virkir þátttakendur í námi barna sinna
  • Að öflugt upplýsingastreymi sé á milli skóla og foreldra um nám, líðan og velferð nemenda
  • Að bjóða foreldrum í skólann við ólík tækifæri

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

Fréttir úr starfi

Sigurvegarar í fjármálalæsi á leið til Brussel

10. bekkur í Austó sigraði í Fjármálaleikunum 2023, keppni í fjármálalæsi og sendir tvo fulltrúa, Dag Thors og Kristján Odd Kristjánsson til að keppa fyrir Íslands hönd…

Nánar