Almennar upplýsingar

Foreldrafélag Austurbæjarskóla er vettvangur allra foreldra/forráðamanna til að hafa áhrif á umhverfi barna sinna og stuðla að góðu og farsælu samstarfi foreldra, starfsmanna skólans og barnanna. Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum. Fulltrúar foreldra eru í skólaráði og foreldrafélagi og bekkjarfulltrúar.

Foreldrafélagið hefur síðu á facebook sem sjá má hér

Lög og starfsreglur

Á heimasíðu foreldrafélagsins eru lög félagsins birt og vísast til þeirra.
Markmið félagsins eru að efla samstarf heimilis og skóla, koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólamál, efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn skólans, efla þekkingu foreldra á starfsemi skólans, styrkja menningar- og félagslíf innan skólans, koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við skólann, taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra. Foreldrafélag Austurbæjarskóla, FFAUST, heldur úti fésbókarsíðu sem vettvangi fyrir almenna umræðu um skólamál.

Markmið

Meginmarkmið samstarfs foreldra og starfsfólks Austurbæjarskóla er að tryggja hagsmuni og velferð nemenda og að þeir öðlist aukið öryggi við að finna gagnkvæmt traust og virðingu. Mikilvægt er að samræmi sé í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum eins og kostur er. Í skólanámskrá og samvinnu foreldra og skóla er fjallað um mikilvægi þess að foreldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir samstarfsaðilar.

Markmið foreldrasamstarfs

  • Að efla samstarf um skólastarfið
  • Að stuðla að góðum tengslum skóla og heimila
  • Að foreldrar séu virkir þátttakendur í námi barna sinna
  • Að öflugt upplýsingastreymi sé á milli skóla og foreldra um nám, líðan og velferð nemenda
  • Að bjóða foreldrum í skólann við ólík tækifæri

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

Fréttir úr starfi

Skólasetning 22. ágúst 2019

Skólasetning Austurbæjarskóla er 22. ágúst 2019 sem hér segir: Kl. 09:00:             9. og 10. bekkur Kl. 09:30              8. bekkur Kl. 10:00              7. bekkur Kl. 10:30…

Nánar