Dagur sigurvegari

Austurbæjarskóli sigraði í gær Stóru upplestrarkeppnina fyrir Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar þegar Dagur Thors hreppti 1. sætið í keppninni með framúrskarandi flutningi texta og ljóða. Auk Dags keppti Ingibjörg Ellý Herbertsdóttir fyrir hönd skólans og stóð hún sig einnig frábærlega. Í hléi las Viðja Dís Rögnvaldsdóttir ljóð eftir Davíð Stefánsson. Óskum við Degi og Ingibjörgu Ellý og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með afskaplega góðan árangur og fyrir að hafa með framkomu sinni og flutningi heillað alla viðstadda og aukið hróður skólans útávið.

Á myndinni eru frá vinsti neðri röð Dagur Thors, Ingibjörg Ellý Herbertsdóttir og Guðrún Þórðardóttir sem sá um þjálfun keppenda. Í efri röð frá vinsti eru Viðja Dís Rögnvaldsdóttir og Steindóra Kr. Gunnlaugsdóttir umsjónarkennari.