Dagur íslenskrar tungu

Í dag 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Voru fjölbreytt verkefni tengd móðurmálinu unnin af nemendum. Í þriðja bekk frumfluttu nemendur lag og texta eftir Kristínu Björgu Knútsdóttur umsjónarkennara í 3. bekk sem tileinkaður er skólanum á 90 ára afmæli hans. Við sama tækifæri afhenti Inga Lára Birgisdóttir verkefnastjóri læsis nemendum viðurkenningu fyrir fjölda lesinna blaðsíðna í lestrarátaki skólans sem skólabókasafnið stendur fyrir árlega. Hér að neðan er textinn sem nemendur fluttu. Undir söngnum gerðu nemendur hreyfingar/dans sem undirstrikuðu innihald textans.

Velkomin vertu í skólann
ég hlakka til að heilsa þér!
Sýnum víðsýni og viljann
vertu til og komdu með!
Hér í Austó væri það vel séð

Við framsækin horfum fram á veginn,
samtaka vinnum verkefnin,
sem gerir góða gæfumuninn!
Gerðu það, vertu okkur með!
Hér í Austó væri það vel séð

Ég vil stöðugt gera betur,
ávallt, en ekki bara í vetur,
vaxa og eflast allar stundir,
Verum sannarlega með!
Hér í Austó væri það vel séð.

Lag og texti: Kristín Björg Knútsdóttir