Skip to content
09 jan'20

9. janúar. Gul viðvörun

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára, í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudag 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík…

Nánar
07 jan'20

Gul viðvörun til hádegis 8. janúar 2020

Gul viðvörun er í gildi til klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag, og er því í gildi í fyrramálið þegar börn fara í skóla. Ekki er talin þörf á að virkja röskun á skólastarfi þegar þetta er ritað en foreldrar og forráðamenn hvattir til að fylgja börnum yngri en 12 ára í skólann.

Nánar
31 okt'19

Starfsdagur 6. nóvember 2019

Eins og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur 6. nóvember 2019 og fellur þá öll kennsla niður. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá 7. nóvember.    

Nánar
15 maí'19

SKÓLAHEIMSÓKN LEIKSKÓLABARNA

Í dag, 14. maí, komu leikskólabörn úr leikskólanum Njálsborg í skólaheimsókn og voru hér við leik og störf frá 9.00-11.00. Á morgun koma krakkar frá Grænuborg.

Nánar
12 des'18

JÓLASKEMMTUN Á JÓLAFÖSTU Í 2. BEKK

Í morgun hélt 2. bekkur jólaskemmtun á aðventu fyrir foreldra.  Stundin er samsamstarfsverkefni foreldra og skóla þar sem nemendur koma í bíósal og flytja jólalög sem umsjónarkennararnir Kristín Björg Knútsdóttir og Svanhildur Lilja Svansdóttir höfðu æft með þeim. Þorgerður Ása spilaði undir á gítar. Að loknu söngatriðinu buðu foreldrar upp á heitt kakó í skólastofunni. 

Nánar
10 des'18

VIÐEIGANDI HLÍFÐARFATNAÐUR MIKILVÆGUR

Minnum forelda á mikilvægi þess að nemendur mæti í skólann í viðeigandi hlífðarfatnaði einkum þegar rignir og snjóar. Nemendur eru sem kunnugt er ekki aðeins úti á leið sinni til og frá skóla heldur einnig í frímínútum og í útikennslu. Á myndinni má sjá stúlkur sem ræddu málin í frímínútum fyrir nokkru þegar veður var…

Nánar
01 des'18

JÓLAFÖNDUR FORELDRAFÉLAGS AUSTURBÆJARSKÓLA

Laugardaginn 1. desember frá klukkan 11 – 13 verður árlegt jólaföndur foreldrafélagsins haldið í Austurbæjarskóla. Ýmislegt verður í boði, m.a. piparkökumálun, laufabrauðsgerð og glermálun. 10. bekkur verður með kaffisölu og 9. bekkur mun selja jólapappír hannaðan af nemendum sjálfum. Vonandi sjáum við sem flesta.

Nánar