Skip to content
04 mar'22

Nemendur Austurbæjarskóla verðlaunaðir á Bessastöðum

Nemendur okkar tóku á dögunum þátt í smásagnakeppni á vegum Félags enskukennara og var þema keppninnar „Dear World“.  Alls voru veitt þrenn verðlaun í flokki 8.-10. bekkja og komu tvenn þessara verðlauna í hlut nemenda í Austurbæjarskóla. Smásaga Auðar Örlygsdóttur 9. OT. The Last Man” hlaut 1. verðlaun og smásaga Völu Frostadóttur 9.RH „The Perspective“…

Nánar
01 mar'22

Öskudagur 2. mars 2022. Skóli frá 8.20-12.00

Eins og fram kemur á skóladagatali er öskudagur skertur skóladagur. Nemendur mæta í skólann kl. 8.20 á morgun 2. mars og eru í skólanum til 12.00. Draumaland er opið frá 12.00 fyrir þau börn sem eru þar. Athugið að í dag öskudag hefur veðurstofan boðað gula veðurviðvörun (sjá frétt hér til hliðar)

Nánar
01 mar'22

GUL VIÐVÖRUN, YELLOW WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 1 (POMARAŃCZOWY ALERT)

English and Polish below Gul veðurviðvörun er í gildi í dag miðvikudag (öskudag) 2. mars frá 06.00-12.00. Sjá upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Yellow warning has been issued today 2.Martch from 06.00-12.00. Futher information found here: https://en.vedur.is/alerts/area/rvk Pomarańczowe ostrzeżenie zostało wydane dzisiaj, w piątek 1. od 06.00-12.00. Więcej informacji można znaleźć tutaj: https://en.vedur.is/alerts/area/rvk   Forsjáraðilar þurfa að…

Nánar
25 feb'22

5. LG kynnir lokaverkefni sín um Ísland

Í dag kynntu nemendur í 5. LG lokaverkefni sín um Ísland.  Verkefnin voru unnin í hópum og hafði hver hópur aflað sér góðra upplýsinga um landshluta sem hann hafði valið að vinna með. Að loknum flutningi framkvæmdu nemendur jafningjamat. Var með verkefnavinnu og kynningu nemenda unnið þvert á námsgreinar og með fjölmörg hæfniviðmið.  Stóðu nemendur…

Nánar
25 feb'22

APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN, ORANGE WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 2 (POMARAŃCZOWY ALERT)

English and Polish below APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN, ORANGE WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 2 (POMARAŃCZOWY ALERT) Appelsínu gul veðurviðvörun er í gildi í dag föstudag 25. Febrúar frá kl 11:00 til 17:00. Sjá upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Orange warning has been issued today Friday 25th from 11:00 until 17:00. Futher information found here: https://en.vedur.is/alerts/area/rvk Pomarańczowe ostrzeżenie zostało wydane dzisiaj,…

Nánar
24 feb'22

Kynningar og jafningjamat í 5.HH

Í morgun kynntu nemendur í 5. HH lokaverkefni sín um Ísland. Verkefnin voru unnin í hópum og hafði hver hópur fengið einn landshluta til að kynna sér. Öfluðu hóparnir sér ýmissa gagnlegra upplýsinga um landshlutann, skráðu hjá sér mikilvæg atriði, bjuggu til lítil upplýsingaspjöld og/eða skrifuðu póstkort. Loks kynnti hver hópur afrakstur vinnunnar. Að lokinni…

Nánar
23 feb'22

Samræmd könnunarpróf ekki lögð fyrir á árinu 2022

Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á árinu 2022. Hafin er vinna við hönnun Matsferils, nýrrar verkfærakistu kennara og skóla. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð verkfæri fyrir kennara sem fagmenn, ætluð til nota í umbótaskyni, nemendum til hagsbóta. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að vorið 2022 liggi fyrir verkáætlun til komandi ára um innleiðingu Matsferils

Nánar
22 feb'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík

Í gær voru íslenskuverðlaunin veitt í fimmtánda sinn í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem alla jafna er haldinn hátíðlegur árlega á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Sakir farsóttar og samkomutakmarkanna var ekki unnt að halda daginn hátíðlegan í nóvember á síðasta ári og því var ákveðið að veita verðlaunin í gær 21. febrúar á…

Nánar
22 feb'22

Appelsínugul viðvörun

Orange warning has been issued today 22 february from 06:00 to 10:00. pomarańczowego alert wydano dzisiaj 22 lutego od 06:00 do 10:00. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum í skólann. Rétt er að hafa í huga að oft…

Nánar
17 feb'22

10. bekkur og erfðafræðin

Nemendur í 10. bekk voru sérstaklega áhugasöm um erfðafræði sem hluta af náttúrufræðikennslu í Austurbæjarskóla. Það er greinilegt að krefjandi nám hentar þeim vel þar sem þau lærðu um litninga, DNA-dameindir, gen, amínósýrur og prótein sem er grundvöllur að starfsemi frumna í öllum lífverum. Þau lærðu einnig um erfðatækni á borð við CRISPR og miklar…

Nánar