Fréttir

24 mar'21

Allt skólahald fellur niður fram að páskum – No school before Easter

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur skólahald verið fellt niður frá og með miðnætti og mæta krakkarnir því ekki meira fyrir páska. Gert er ráð fyrir að skólahald hefjist að nýju miðvikudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá. Verði breyting þar á verða foreldrar upplýstir þar um. There will be no school tomorrow nor on…

Nánar
23 mar'21

Á skíðum skemmti ég mér tralalala…

Nú stendur skíðaferð 9. bekkjar yfir og sem fyrr var farið til Dalvíkur.  Á myndinni má sjá nemendur okkar í skíðakennslu en allir hafa sýnt afbragðsgóða takta. Ferðin hefur gengið vel og er afar gott hljóð í nemendum og fararstjórum.

Nánar
12 mar'21

Stóra upplestarkeppnin 2021 – 3. sæti

Í gær fór Stóra upplestarkeppnin í hverfinu miðborg, vesturbær og hlíðar fram í Háteigskirkju. Nemendur úr Austurbæjarskóla voru þar í ýmsum hlutverkum. Dagur Thors sigurvegari fyrra árs var kynnir, Aaron Carl Joseph Faderan lék á fiðlu, auk lesaranna sem tóku þátt  í  keppninni. Lesarar voru fjórtán frá sjö skólum og stóðu sig allir með prýði. …

Nánar
08 mar'21

9. bekkur, samræmdum prófum frestað!

Rétt í þessu var skólanum að berast tilkynning þess efnis að samræmdum prófum í stærðfræði og ensku sem vera áttu á morgun (þriðjudag ) og miðvikudag verður frestað a.m.k. fram í næstu viku. Við munum senda nýjar dagsetningar á fyrirlögn könnunarprófa þegar þær liggja fyrir. Í bréfi frá Menntamálastofnunar segir m.a: „Menntamálastofnun ber ábyrgð á…

Nánar
04 mar'21

Starfsdagur

Föstudaginn 5. mars er starfsdagur í Austurbæjarskóla og þá eiga nemendur ekki að mæta í skólann.

Nánar
03 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin í Austurbæjarskóla

Undanfari Stóru upplestrarkeppninnar var í morgun hjá 7. bekk og kepptu 10 nemendur um að komast í hverfiskeppnina. Lesarar frá Austurbæjarskóla verða Alda Örvarsdóttir og Unnur Efemía Ragnarsdóttir. Varamaður er Kría Kemp. Óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Nánar
19 feb'21

Vetrarleyfi

Á mánudag og þriðjudag er vetrarleyfi í grunnskólum borgarinnar.  Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. febrúar.

Nánar
18 feb'21

Öskudagur á Reykjum

Að Reykjum er leikið lært og allir hafa gaman af.  Kvöldvaka á hverju kvöldi en í gær fóru krakkarnir í öskudagsbúninga (sem nóg var af fyrir alla) og kötturinn sleginn úr tunnunni.

Nánar