Fréttir

11 jan'22

Skertur skóladagur hjá 1.-6. bekk. Óskertur dagur hjá 7.-10.

Þann 12. janúar n.k. er skertur skóladagur hjá 1.-6. bekk og lýkur skóla hjá öllum nemendum í 1.-6. bekk kl. 11.00 þann dag.  Skóladagurinn hjá 7.-10. bekk er hins vegar óskertur þennan dag og kennt verður samkvæmt stundaskrá. Frístundaheimilið Draumaland verður opið eins og venjulega frá 13.20.

Nánar
11 jan'22

Gul viðvörun

Gul viðvörun gildir frá 12. janúar kl:11:00 til og með 13. janúar kl 12:00.  Sjá frekari upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Við minnum á leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sem eru að finna hér https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi Það er mikilvægt að huga að því að veður hefur staðbundin áhrif, þannig að þegar um gula viðvörun er að ræða þurfa…

Nánar
13 des'21

17. desember síðasti skóladagur fyrir jól

Föstudagurinn 17. desember er síðasti skóladagur fyrir jól. Sakir takmarkana í skólastarfi fellur fyrirhugað jólaball niður. Þess í stað eiga nemendur notalega stund í bekkjarstofum undir stjórn umsjónarkennara. Skóladagur allra nemenda þennan dag er frá 9.00-11.00.

Nánar
07 des'21

Jólaskemmtun á vegum foreldrafélags

Vegna aðstæðna í samfélaginu varð ekkert af fyrirhuguðu jólaföndri foreldrafélagsins í þetta árið. Þess í stað ákváðu foreldrar að efna til jólaskemmtunar á skólalóð sem haldin var sl. laugardag. Leikið var á harmónikku og sungin voru jólalög í dásamlegu veðri. Til að allra sóttvarna yrði gætt komu foreldrar með nesti að heiman fyrir sig og…

Nánar
09 nóv'21

Starfsdagur 10. nóvember

Þann 10. nóvember er starfsdagur í Austurbæjarskóla og þá eiga nemendur ekki að mæta í skólann. Nemendur mæta aftur á fimmtudag samkvæmt stundaskrá.

Nánar
04 nóv'21

Austurbæjarskóli komst áfram í Skrekk!

Á þriðja og síðasta undankvöldi Skrekks í gærkvöldi komst Austurbæjarskóli áfram með atriðið: Í skugga ofbeldis. Mun hópurinn því keppa til úrslita mánudaginn 8. nóvember í Borgarleikhúsinu ásamt Árbæjarskóla, Laugalækjarskóla, Fellaskóla, Hagaskóla , Seljaskóla og Klettaskóla. Óskum við hópnum innilega til hamingju með frábæran árangur. Áfram Austó! https://www.ruv.is/ungruv/spila/skrekkur-2021/32514/9m2fhk  

Nánar
01 okt'21

Starfsdagur

Föstudaginn 1. október er starfsdagur í Austurbæjarskóla og þá eiga nemendur ekki að mæta í skólann.

Nánar
24 ágú'21

Skólinn settur utandyra

Austurbæjarskóli var af settur utandyra í gær og var það gert til að gæta sem best að sóttvörnum. Á myndinni má sjá nemendur í 9. bekk fylgjast með og bíða spennta eftir að fara inn í stofur. Skólanum hefur verið skipt upp í svæði og verður þess gætt að sætaskipan nemenda sé ávallt sú sama…

Nánar
11 ágú'21

Skólasetning 2021

Skólasetning nemenda er mánudaginn 23. ágúst í bíósal skólans. Því miður getum við af sóttvarnarástæðum ekki boðið foreldrum að vera viðstaddir skólasetningu að þessu sinni. Nemendur mæta sem hér segir: Kl. 08.30            10. bekkur Kl. 09:00:             9. bekkur Kl. 09:30              8. bekkur Kl. 10:00              6. og 7. bekkur…

Nánar