Austó sigrar Siljuna 2021

Barnabókasetur Íslands  stendur árlega að myndbandskeppninni Siljunni í samstarfi við Borgarbókasafnið og er keppt í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.

Markmið keppninnar er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.

Þátttakendur búa til 2-3 mínútna myndband með umfjöllun um barna- /unglingabók gefna út á íslensku árin 2018-2020.

Í ár báru nemendur Austurbæjarskóla þær Jóhanna Júlíusdóttir, Bergljót Júlíana Kristinsdóttir og Laufey Steinunn Kristinsdóttir nemendur í 10. bekk sigur úr býtum í keppninni í eldri flokki fyrir myndbandið Blokkin á Heimsenda https://youtu.be/Qa-0xTvahB4

Í verðlaun eru 100.000 kr bókaúttekt fyrir skólasafnið sem sigurvegarar velja í samráði við bókasafnskennarann. Við óskum stúlkunum innilega til hamingju.