Afmælishátíð frestað

Á samþykktu skóladagatali Austurbæjarskóla 2020-2021 er gert ráð fyrir skertum skóladegi 19. september (sem er laugardagur). Til stóð að halda upp á 90 ára afmæli skólans þennan dag en ljóst er að sakir takmarkana á samkomum vegna farsóttar verður það ekki mögulegt. Skólaráð fundaði um málið sl. föstudag og var ákveðið að hátíðinni yrði frestað að sinni en að því stefnt að halda hátíðina síðar á skólaárinu. Væntanlega væri þó ekki raunhæft að það gæti orðið fyrr en í vor. Munum við upplýsa um nýja dagsetningu um leið og hún liggur fyrir.