9. bekkur, samræmdum prófum frestað!

Rétt í þessu var skólanum að berast tilkynning þess efnis að samræmdum prófum í stærðfræði og ensku sem vera áttu á morgun (þriðjudag ) og miðvikudag verður frestað a.m.k. fram í næstu viku. Við munum senda nýjar dagsetningar á fyrirlögn könnunarprófa þegar þær liggja fyrir.

Í bréfi frá Menntamálastofnunar segir m.a:

„Menntamálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum og harmar þau vandamál sem komu upp við fyrirlögn þeirra. Stofnunin er nú að greina stöðuna með þjónustuaðila prófakerfisins og vinna að viðeigandi úrlausn. Þar sem ekki hefur fengist fullnægjandi lausn á þeim vanda sem upp kom í morgun var nauðsynlegt að endurskoða fyrirlögn prófanna.

Að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur verið ákveðið að fresta samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku í þessari viku“.

Að þessu sögðu er ljóst að við stefnum á hefðbundið skólastarf alla þessa viku. Við látum þetta ekki slá okkur út af laginu – enda hafa nemendur sýnt að þeir geta gert vel og gott betur!!