9. bekkur í skíðaferð á Dalvík

Ferðin norður gekk vel, brekkurnar tóku fallega á móti Austó nemendum í gær, en eitthvað hefur ekki viðrað eins til skíðamennsku í dag. En ekki er öll von úti og er stefnt að því að ná nokkrum klukkustundum í fyrramálið áður en lagt verður af stað heim aftur. Mikið stuð og allir glaðir þrátt fyrir smá „veður“. Þetta verður ferð sem skrifast í sögubækurnar – þvílíkur fyrirmyndarhópur 🙂