Skip to content

9. bekkur á Dalvík

Loksins kom að því að 9. bekkur færi í skíðaferð til Dalvíkur eins og hefð hefur verið fyrir í 9. bekk hér í Austurbæjarskóla um árabil. Ferðin hefur gengið afskaplega vel. Eftir góða skíðakennslu eru allir komnir á skíði/bretti og njóta sín í fjallinu. Kvöldvakan í gær var einstaklega vel heppnuð, allir tóku þátt og áttu notalega stund saman. Hópurinn kemur heim á morgun síðdegis.