Skip to content

5. LG kynnir lokaverkefni sín um Ísland

Í dag kynntu nemendur í 5. LG lokaverkefni sín um Ísland.  Verkefnin voru unnin í hópum og hafði hver hópur aflað sér góðra upplýsinga um landshluta sem hann hafði valið að vinna með. Að loknum flutningi framkvæmdu nemendur jafningjamat. Var með verkefnavinnu og kynningu nemenda unnið þvert á námsgreinar og með fjölmörg hæfniviðmið.  Stóðu nemendur sig afar vel og skiluðu sínu með sóma.  Á myndinni má sjá nemendur eftir að allir hópar höfðu skilað af sér verkefnunum sínum.