Skip to content

Þinghald í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk hafa að undanförnu undirbúið þingmál og samið lagafrumvörp sem þeir lögðu svo fram í morgun á þingfundi. Níu mál voru á dagskrá og umræða um hvert mál mátti taka, í allra lengsta lagi, 5 til 8 mínútur, ekkert málþóf var leyft. Einungis ein umræða var um málin og greidd voru atkvæði í lok umræðu um hvert mál. Meðal mála sem tekin voru fyrir voru:

Hvernig er hægt að styðja nemendur til að fara ólíkar leiðir í náminu? Hvernig á skólinn að rækta náms- og tilfinningalegan vöxt nemenda?Hvernig á skólinn að stuðla að skynsamlegri nýtingu tækninnar í skólastarfi? Upplýst og siðferðisleg umræða.Hvernig getur skólinn lagt meiri áherslu og ræktað betur verkgreinar?
Hvernig getur skólinn lagt meiri áherslu og ræktað betur tengingar við listgreinar?
Vísir að fjölbrautakerfi á unglingastigi grunnskólans? Sumir nemendur finna sig ekki í námi, hvers vegna og hvað er til ráða?

Nemendur unnu saman í 3-5 manna hópum, sömdu ræður, ákváðu flutningsmann/menn og æfðu framsögu. Tveir nemendur voru í hlutverki forseta þingsins. Þrír nemendur sáu um að útbýta atkvæðaseðlum og telja atkvæði. Með fréttinni má sjá myndir af þinghaldinu sem var í alla staði mjög skilvirkt, lærdómsríkt og skemmtilegt.