Í dag 4. júní  verða nemendur í 10. bekk útskrifaðir. Athöfnin fer venju samkvæmt fram í Hallgrímskirkju og hefst kl. 17.00 stundvíslega. Foreldrar (2-4) eru velkomnir með börnum sínum í útskriftina. Nemendur mæta prúðbúnir í kirkjuna ekki síðar en kl. 16.40.  Að útskriftarathöfn lokinni er boðið upp á kaffi í kringlunni fyrir ofan Spennistöð þar sem nemendur hófu skólagöngu sína.

Útskrift nemenda í 1.-9. bekk verður 5. júní en í ár verður hún án foreldra þar sem ekki er unnt að bjóða þeim sem það kjósa að halda 2 metra fjarlægð í bíósalnum. Undantekning frá þessu er þó 1. og 2. bekkur en þar eru nemendur útskrifaðir utandyra. Eru foreldrar nemenda velkomnir að taka þátt í athöfninni hér í skólaportinu. Tímasetningar árganga eru sem hér segir:
1.    bekkur mæti á tröppurnar hægra megin (við norðurinngang) kl. 8.30
2.    bekkur mæti á tröppurnar hægra megin (við norðurinngang) kl. 9.00
3.    bekkur mæti hjá umsjónarkennara í bekkjarstofu kl. 8.20-9.00
4.    bekkur mæti hjá umsjónarkennara í bekkjarstofu kl. 8.20-9.00
5.    bekkur mæti í bíósal kl. 9.30
6.    bekkur mæti í bíósal kl. 10.00
7.    bekkur mæti í bíósal kl. 10.30
8.    bekkur mæti í stofu hjá umsjónarkennara kl. 10.30
9.    bekkur mæti í stofu hjá umsjónarkennara kl. 10.30.

Skólastjóri