Forsíðugreinar
Vetrarleyfi 25. og 26. febrúar
Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar nk. er vetrarleyfi og fellur þá öll kennsla niður. Skólahald hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.
Kom, sá og sigraði
Nemendur í Austurbæjarskóla sem hafa sótt valgreinina Stíl í vetur sigruðu sl. laugardag keppnina STÍLL 2019. Þar sem þemað var tíundi áratugurinn. Þátttakan er samsamstarfsverkefni skólans og félagsmiðstöðvarinnar 101 og er þetta í fyrsta sinn sem við tökum þátt sem teymi Austurbæjarskóli og 101. Óskum við sigurliðinu þeim Hildigunni, Jóhönnu, Ingibjörgu og Veroniku sem allar eru í 8. bekk og Steindóru K. Gunnlaugsdóttur kennara þeirra og Evu Halldóru frá 101 innilega til hamingju.
Skólahald hefst að nýju samkvæmt stundaskrá 4. janúar 2019
Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá 4. janúar.
Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Myndin er tekin á einu af þremur jólaböllum skólans þar sem eldri nemendur leiddu þá yngri við undirleik hljómsveitar.
19. desember
Á morgun hefst skólahald kl. 10 og stendur til kl. 12.00. Gengið verður í kringum jólatré og eru foreldrar velkomnir í dansinn. Skipulag er sem hér segir:
1., 2. og 10. bekkur
Kl.10.00-10.50 Róleg stund í stofu
kl.10.50-11.20 Matur
kl.11.20-12.00 Jólaball í íþróttasal
3., 4. og 9. bekkur
Kl. 10.00-10.30 Jólaball í íþróttasal
Kl. 10.30-11.20 Róleg stund í stofu
kl.11.20-11.40 Matur
kl.11.40-12.00 Róleg stund í stofu
5.,6.,7.8. bekkur
Kl.10.00-10.30 Róleg stund í stofu
kl.10.30-11.00 Jólaball í íþróttasal
kl.11.00-11.40 Róleg stund í stofu
kl.11.40-12.00 Matur
Þakklæti og hrós til starfsmanna
Upp úr klukkan 8 í morgun hófu foreldrar að streyma með börn sín í skólann, hvert og eitt með hjarta eða hlýja orðsendingu til kennara og annara starfsmanna sem þeir festu á vegg framan við kaffistofu starfsmanna. Smám saman fylltist veggurinn starfsmönnum til óvæntrar gleði og ánægju. Þökkum við foreldrafélaginu þetta frumkvæði og fyrir þessa einstöku upplifun. Það er skólastarfinu ómetanlegt að eiga slíka bakhjarla.