• IMG 0769
  • IMG 0777
  • IMG 0751
  • IMG 0759
  • IMG 0760
  • IMG 0758
  • IMG 0756
  • IMG 0771

mentor 1

postur 1

heilsueflandi 1

loftgaedi 1

skoladagatal 1

Forsíðugreinar

Foreldraviðtöl og vetrarleyfi

Miðvikudaginn 19. október verða foreldraviðtöl og hefst svo vetrarleyfi. Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október.

Myndin hér að neðan er tekin á tónleikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands í Spennistöðinni í morgun en heimsókn þeirra tengist verkefninu Vögguvísur sem er samstarfsverkefni skólans við hljómsveitina. Stjórnandi verkefnisins fyrir hönd Austurbæjarskóla er Pétur Hafþór Jónsson.

sinfó Medium

 

Lesa >>

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl verða miðvikudaginn 19. október og skulu foreldrar bóka tíma í viðtöl í gegnum Mentor.  Eru foreldrar hvattir til að skrá sig sem fyrst.  

Leiðbeiningar um skráningu er að finna hér að neðan: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g Lendi foreldrar í erfiðleikum með skráningu veitum við fúslega aðstoð.

Lesa >>

Starfsdagur mánudaginn 10. október


20160930 105938

Myndin er tekin í útikennslu hjá 3. bekk þegar nemendur fóru í haustlitaferð ásamt kennurum sínum þeim Maríu Vilborgu og Guðbjörgu. Teiknuðu nemendur nærmyndir af náttúrunni og gengu í litasinfoníu haustsins.  

Eins og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur mánudaginn 10. október og fellur því öll kennsla niður þann dag.

Dzien 10.10. jest dniem organizacyjnym dla nauczycieli. Tego dnia w szkole nie bedzie zajec.

Sa 10.10. araw ng mga empleyado (guro). Walang pasok sa araw na ito.

10.10. is a staff day for teachers. All classes will be suspended on this day.

Foreldraviðtöl verða miðvikudaginn 19. október og skulu foreldrar bóka tíma í viðtöl í gegnum Mentor.  Opnað verður fyrir skráningu 14. október. Eru foreldrar hvattir til að skrá sig sem fyrst

Leiðbeiningar um skráningu er að finna hér að neðan:
https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g
Lendi foreldrar í erfiðleikum með skráningu veitum við fúslega aðstoð.

Lesa >>

Í ritsmiðju hjá Gerði Kristnýju

Nemendur 5. bekkja hafa að undanförnu unnið með kennurum og Gerði Kristnýju rithöfundi sem hefur leiðbeint nemendum í ritlist. Gerður Kristný kemur 12 sinnum í hvorn  bekk og í 13. sinnið verður upplestur úr verkum krakkanna.  Myndirnar eru teknar í tíma þegar krakkarnir skrifuðu út frá myndinni "The Wounded Angel" eftir Hugo Simberg. Margar skemmtilegar sögur urðu til, engin eins.
20160908 08430520160908 093642a

Lesa >>

Listhópur í 5. bekk

IMG 3268 Mobile

Listhópur sem samanstendur af 5.LG og 5.EB  skellti sér í göngu til að skoða listaverk í nágrenninu skólans ásamt kennurunum Láru Guðrúnu og Margréti Ólöfu.

 

Fyrir valinu var lítill garður sem heitir Bringan ( http://reykjavik.is/stadir/bringan ) og stendur við Snorrabraut.

Þar skoðuðu þau Járnsmiðinn eftir Ásmund Sveinsson, ræddu um styttur í Borginni og síðan var verkefni barnanna að vinna þrjú saman í hópum og reyna að leika myndastyttur. 

 

Verkefnið tókst mjög vel og vakti mikla ánægju.

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Prenta | Netfang