• IMG 0756
  • IMG 0751
  • IMG 0769
  • IMG 0777
  • IMG 0771
  • IMG 0759
  • IMG 0760
  • IMG 0758

mentor 1

postur 1

heilsueflandi 1

loftgaedi 1

skoladagatal 1

Forsíðugreinar

Öskudagur

Í dag er skertur skóladagur í Austurbæjarskóla og mættu nemendur í morgun margir hverjir í búningum í tilefni dagsins. Boðið var upp á margskonar smiðjur fyrir nemendur auk þess sem dansað var í Spennistöðinni. 

IMG 0913

Lesa >>

Rýmingaræfing

IMG 0907

Í dag æfðum við viðbrögð við eldsvoða samkvæmt eldvarna- og rýmingaráætlun skólans sem finna má hér á síðunni. Slíkar æfingar eru sjálfsagður hluti skólastarfs og skulu framkvæmdar reglulega. Var það mál manna að æfingin hefði tekist vel og rýmingin gengið fumlaust fyrir sig. Eiga nemendur og og starfsmenn hrós skilið fyrir góða frammistöðu.

Lesa >>

STARFSDAGUR

Eins og fram kemur í skóladagatali Austurbæjarskóla er starfsdagur í skólanum miðvikudaginn 27. janúar og fellur því öll kennsla niður þann dag. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 28. janúar. Foreldraviðtöl fara síðan fram mánudaginn 1. febrúar næstkomandi.

Lesa >>

Allir lesa - landsleikur í lestri á þorra

allir lesa 

Landsleikurinn "Allir lesa" fór af stað á bóndadaginn 22. janúar og mun standa yfir í um mánuð. Foreldrar eru hvattir til að lesa með börnum sínum og skrá fjölskylduna sem lið. Samtímis geta börnin einnig gengið í lið Austurbæjarskóla sem hefur skráð tvö lið í keppnina. Nemendur í 1.-7. bekk geta bæði verið með í lestrarátakinu Allir lesa og  í lestrarátaki Ævars vísindamanns.


Austurbæjarskóli – yngra stig (1.-5. bekkur)
Austurbæjarskóli – eldra stig (6.-10. bekkur) Lesturinn er skráður á vefnum allirlesa.is


Aðstandendur Allir lesa eru: Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco. Samstarfsaðilar eru ÍSÍ og Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
http://www.allirlesa.is
http://www.facebook.com/allirlesa        
               

Lesa >>

Nýtt fyrirkomulag í frímínútum

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp til reynslu að bjóða nemendum á miðstigi upp á val um að fara út í frímínútur. Er það einkum gert með það fyrir augum að koma betur til móts við óskir og áhugasvið barnanna og veita þeim fjölbreyttari viðfangsefni til að fást við í frímínútum. 

Fyrst í stað munu nemendur 5. og 6. bekkja hafa val um að vera á safni í hádegi alla daga nema fimmtudaga þá flyst valið til fyrri frímínútna. 7. bekkur er hins vegar á safni í fyrri frímínútum alla daga nema fimmtudaga en þá verða þeir inni í hádegi. 

Fyrirkomulagið var kynnt í öllum bekkjum áður en það kom til framkvæmda og tóku nemendur og kennarar undantekningarlaust vel í að reyna þetta. Það skal tekið skýrt fram að hér er um tilraun að ræða. Gefi hún góða raun höldum við ótrauð áfram – annars breytum við um gír. Allt eftir því hvað hentar þörfum nemenda.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Prenta | Senda grein