Font Size

Profile

Layout

Menu Style

Cpanel

Austurbæjarskóli

nota671.jpg

Austurbæjarskóli - Barónsstíg 32  | Sími: 4117200 | Fax: 4117201 | Sundlaug: 4117196 | Draumaland: 6955062/6185062 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt. 5901820529

Forsíða

Árshátíð unglingadeildar 2015

Árshátíð unglingadeildar fór fram með miklum ágætum þann 26. ferúar. Fyrst var borinn fram fordrykkur, svo snæddur kvöldverður, þá horft á hið annálaða kennaragrín og að lokum var dansleikur í Spennistöðinni fram eftir kvöldi. [Skoða myndir]

Öskudagur í Austurbæjarskóla 2015

Haldið var upp á öskudaginn á hefðbundinn hátt í Austurbæjarskóla. Flestir nemendur og kennarar mættu í skrautlegum búningum og skemmtu sér saman. Andlitsmálun var á göngunum og alls kyns afþreying fyrir yngstu kynslóðina. Gangan góða var á sínum stað og draugahúsið líka. [Sjá myndir]

[Kæru foreldrar/forráðamenn] [Dear parents/guardians]

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Á morgun, miðvikudaginn 18. febrúar er öskudagsfjör. Þá mæta nemendur í skólann kl. 9:00 og fara heim að loknum hádegismat kl. 12:00. Þeim nemendum, sem eru í Draumalandi, verður séð fyrir gæslu þar til dagskrá hefst þar. Dagana 19. og 20. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Við vonum að þið eigið ánægjulega frídaga. Starfsfólk Austurbæjarskóla.

Dear parents/guardians.
The 19th of February will be the start of Winter vacation. School will resume on Monday the 23rd of February. Students and staff will celebrate Ash Wednesday tomorrow, February 18th. School starts at 9:00 and students go home after lunch at 12:00. Students registered in Draumland will be looked after until Draumaland starts. The staff at Austurbæjarskóli wishes students and their families an enjoyable holiday.

Til foreldra/forráðamanna nemenda í 8. - 10. bekk

Þriðjudagskvöldið 17. febrúar ( sprengidag ) ætlar Hollvinafélag Austurbæjarskóla að bjóða foreldrum í unglingadeild í gönguferð um skólann. Þetta er gert í tilefni af því að skólinn verður 85 ára á þessu ári. Mæting er á kennarastofuna kl. 20.00 stundvíslega og fljótlega upp úr því förum við af stað í göngutúrinn. Hurðin í Portinu við stjórnunarálmuna verður opin. Vonum að margir hafi tök á að koma með okkur í þessa göngu um skólann sem verður með sögulegu ívafi.

Mikið fjör í skíðaferðalagi

Nemendur í níunda bekk fóru í skíðaferðalag til Dalvíkur dagana 10. - 13. febrúar sl. Krakkarnir voru heppnir með veður og gátu brunað niður brekkur allan liðlangan daginn. Og á kvöldin var glatt á hjalla. [Skoða myndir úr ferðinni]

Bolluát í heimilisfræði


IMG 5034 - ConvertedMikið hefur gengið á í heimilisfræði þessa viku. Bolludagurinn er næstkomandi mánudag og þess vegna hafa nemendur í 6-10 bekk bakað bæði flengingarbollur og vatnsdeigsbollur með glassúr, sultu og rjóma. Heimabakaðar bollur eru margfalt ódýrari og auðvitað miklu betri. [Skoða sýnishorn]

Niðurstöður úr eineltiskönnun

Helstu niðustöður úr eineltiskönnun sem tekin var í Austurbæjarskóla í nóvember eru komnar á vefinn til kynningar fyrir foreldra/forráðamenn. Þær má nálgast hér.

Sól og blíða á Dalvík/Happiness in Dalvik

Nemendur 9. bekkjar njóta lífsins í sól og blíðu á Dalvík - eru búin að skíða í allan dag!/Students in 9th grade are enjoying skiing in the sunshine in Dalvik!Dalvík

dalvik2

Foreldraviðtöl

Miðvikudaginn 4. febrúar n.k. verður foreldradagur í Austurbæjarskóla. Þá mæta nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum í boðað viðtal við umsjónarkennara. Aðrir kennarar verða til viðtals í sínum kennslustofum. Óskilamunir verða á annari hæð fyrir framan bókasafn og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að skoða þá. Nemendur 9. bekkja verða með kaffi- og kökusölu og Draumaland verður opið fyrir sína skjólstæðinga.

Námsáætlanir fyrir vorönn 2015

Námsáætlanir fyrir vorönn 2015 eru komnar inn á síðuna. [Sjá hér]

Starfsdagur

Þriðjudaginn  27. janúar verða kennarar með starfsdag í Austurbæjarskóla og því verður engin kennsla þann daginn. Draumaland verður opið eins og vanalega fyrir þá sem þar hafa afdrep.

Eldfjallatilraun

Nemendur í 2. HK gerðu eldfjalltilraun. Þau bjuggu til eldfjall úr leir utan um gosflösku.  Síðan var matarsódi, lyftiduft, edik og matarlitur sett ofan í flöskuna og gaus upp úr. Tilraunin vakti mikla lukku meðal  nemenda sem voru mjög áhugasöm. [Skoða myndir]

Leslistar fyrir janúarpróf 2015

Senn líður að janúarprófum og hér er hægt að nálgast leslista fyrir þá sem þurfa á þeim að halda.

Nemendur í 1. - 7. bekk lásu 105.785 blaðsíður í október

Á haustönninni vorum við með lestrarátak fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Viðurkenningarskjalið yfir heildarlesturinn kemur hér en alls lásu nemendur 105.785 blaðsíður í október. Að auki fékk hver bekkur viðurkenningarskjal yfir heildarblaðsíðufjölda árgangsins til varðveislu í heimastofunum. Við í Austurbæjarskóla höfum hugsað okkur framhald á að leggja sérstaka áherslu á lestur í október en auðvitað eru allir hvattir til að lesa sem mest allan ársins hring, það skilar sér í betri lesskilningi og þar með betri námsárangri, auk annarra ávinninga. Minnum á að lestrarátak Ævars er í fullum gangi. Hægt er að fá og skila lestrarmiðum á bókasafninu og lýkur Ævarsátakinu 1. feb. nk.

Jólaskemmtanir - Christmasshow/party

Jólaskemmtanir fyrir 1. - 5. bekk [Skoða hér]

Christmasshow/party for 1. - 5. grade [See here]